mánudagur, nóvember 09, 2009

"Ég drekk ekki einu sinni kampavín"


Skemmtanalíf Guðmundar Gunnarssonar, starfsnema hjá utanríkisþjónustu Íslands í Sviss, hefur verið í brennidepli undanfarna daga. Forsaga málsins er sú að Guðmundur mun hafa eytt 3,2 milljónum íslenskra króna í gleðikonur og brennivín þegar hann skaust yfir til Zürich, til þess að "sitja ráðstefnu", frá Genf þar sem hann hefur aðsetur. Guðmundur notaði hins vegar ekki bara kreditkort frá Sparisjóði Bolungarvíkur heldur einnig kreditkort frá Utanríkisráðuneytinu. Ýmsir hafa sent Guðmundi pillur í fjölmiðlum vegna þessa, þar á meðal stjórn Femínistafélagsins. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra og glæsilegur fulltrúi stoltrar þjóðar á erlendum vettfangi, sagðist í samtali við VSP vera sleginn vegna málsins: "Það er með ólíkindum hvað þessi maður getur innbyrgt af áfengi og kynmökum á einni kvöldstund. Það verður að viðurkennast en ég vissi hreinlega ekki að 3 mánaða starfsnemar mættu valsa um með kreditkort frá ráðuneytinu. Mér var bara ekki kunnugt um það, enda var ég umrædda helgi á aðalfundi Músavinafélagsins þar sem Maggi bróðir er formaður," sagði Össur Skarphéðinsson.

Guðmundur hefur nú tjáð sig um málið við DV og segir Svisslendinga hafa leikið á sig: "Ég er algjörlega saklaus, það er alveg á hreinu. Af minni hálfu fóru þessi viðskipti ekki fram heldur var kortið misnotað. Ég hef ekki verið að stunda svona staði, þekki ekkert hvað þar fer fram og drekk ekki einu sinni kampavín," sagði Guðmundur og bætti því við að hann yrði svo timbraður af kampavíni en síðdegisþynnka Guðmundur er fræg víða um lönd.

Myndatexti: Guðmundur mun hafa haldið hressilegt partý á hótelherbergi sínu í Zürich þar sem þessi mynd var tekin. Eins og sjá má hefur talsvert magn áfengis verið haft um hönd og Guðmundur virðist vera að vista myndir og myndbönd af athöfninni inn á fartölvu sína.