mánudagur, september 07, 2009

Brúnkukremi slett á hús félagsmálaráðherra


Brúnkukremi var slett á hús félagsmálaráðherrans Árna Páls Árnasonar aðfaranótt sunnudagsins. Árni Páll sagði í samtali við Sleikipinnavefinn að þetta væri auðvitað bagalegt fyrir sig auk þess sem fullkomlega nothæft brúnkukrem hefði þarna farið fyrir lítið. Rannsókn málsins mun vera á frumstigi en böndin hafa einkum beinst að nokkrum eldheitum stuðningsmönnum borgarfulltrúans Dags Bergþórusonar Eggertssonar. Þeir Árni og Dagur börðust um varaformannsembættið í Samfylkingunni síðastliðinn vetur og stjórnmálaskýrendur telja ljóst að þeir muni keppast um formannsembættið í flokknum áður en langt um líður. Árni sagðist ekki vita fyrir víst hvort árásin væri komin úr herbúðum Dags: "Ef svo er hvernig á ég þá að svara því? Á ég að grýta hús Dags með krullujárni?"