Gummi Gunn: "Gróflega fram hjá mér gengið"
Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður, er alveg hoppandi illur yfir því að hafa misst af hugsanlegum farmiða til Moskvu, þar sem Söngvakepni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldin síðar í þessum mánuði. "Af hverju var ekki leitað til mín varðandi þetta myndband ? Nei ég bara spyr. Draupnir sem er að dilla sér í myndbandinu er mun síðri dansari en ég. Ég var flugfreyjumaður hjá Atlanta á sínum tíma. Rétt eins og hann. Ég man ekki betur. Og stóð mig betur en hann ef eitthvað var. Auk þess eru mjaðmahnykkir mínir alls ekki óþekktir í fjölmiðlum. Mínir danstaktar voru í það minnsta nógu góðir fyrir sjónvarpsþáttinn "Með hausverk um helgar". Sem var afskaplega virtur þáttur. Ég man ekki betur. Það hefðu verið hæg heimatökin hjá Þórhalli Gunnars að nýta samlegðaráhrif með því að setja mig í myndbandið. Nota mann sem þegar er á launaskrá hjá RÚV og er vanur að vera í vel straujuðum skyrtum í útsendingum. Þarna tel ég einfaldlega að gróflega hafi verið fram hjá mér gengið," skrifaði Guðmundur í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér í gær.
<< Home