fimmtudagur, mars 20, 2008

Bjartur tekur að sér fararstjórn

Útgerðarmaðurinn Guðbjartur Flosason hefur tekið að sér fararstjórn fyrir íslenska Arsenal klúbbinn á ferðum á vegum klúbbsins. Í tilkynningu sem rakari á Selfossi sendi frá sér segir meðal annars, að Bjartur hafi heimsótt hinn nýja Emirates leikvang svo snemma að hann hafi nánast stillt tækin í fjölmiðlaherberginu. Auk þess séu þeir ekki margir sem eigi til lúkufylli af grasinu á þeim ágæta velli. Sjálfur tjáði Bjartur Sleikipinnavefnum að þetta væri svo sem ekki merkilegt. Aflaheimildir hefðu verið skornar niður um þriðjung og hlutabréfamarkaðurinn væri í frjálsu falli. Eitthvað þyrftu menn að hafa fyrir stafni. Jónmundi Guðmarssyni, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi, var nokkuð brugðið er hann heyrði fréttirnar en neitaði að tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.