þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Undirbúningstímabilið hafið hjá Jóni Smára

Ísfirðingurinn, Jón Smári Jónsson, vinnur nú að því hörðum höndum að byggja sig upp fyrir Skíðavikuna, sem mun vera helsti fengitími Jóns. Til Jóns hefur sést æ oftar í Laugum að undanförnu, auk þess sem þessi mikli kaffiunnandi er farinn að panta jurtate í æ ríkari mæli á kaffihúsum borgarinnar. Kappinn hefur ekki látið þar við sitja heldur er hann einnig byrjaður að stunda sjósund af miklum móð og ævintýraferðir úti í óbyggðum þó Frónið sé enn í vetrarbúningnum. Talið er að Jón sé þessa dagana undir mjög sterkum áhrifum frá kvikmyndinni Into the wild og því spennandi að sjá hvernig sú taktík mun virka fyrir hann í Skíðavikunni sem fram undan er.