þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Kaupfélagsstjórinn vill háskóla í Hnífsdal

Kaupfélagsstjórinn, Kristján "Hannibal" Kristjánsson, berst nú fyrir því að Háskóli Vestfjarða verði staðsettur í Hnífsdal. Kaupfélagsstjórinn tók sér örstutt hlé frá því að tjá sig á Netinu, og veitti Sleikipinnavefnum stutt viðtal: "Það hefur verið einhver útbreiddur misskilningur hjá Kristni Hermanns og þessum kverólöntum, að Háskóli Vestfjarða eigi að vera staðsettur á Ísafirði. Þessu er ég bara algerlega ósammála. Ég hef trú á því að Össur byggðamálaráðherra styðji mig í þessu enda studdi ég hann í formannsslagnum, þó Lúlli frændi hafi stutt konuna hans Hjörleifs. Össur þekki ég náttúrulega ágætlega í gegnum Samtök áhugafólks um bræðisköst," sagði Kaupfélagsstjórinn laufléttur að vanda, um leið og hann hækkaði verðið á ástralska kengúrukjötinu.