föstudagur, apríl 25, 2008

Mótmæli í Bolungarvík

Friðsöm mótmæli fóru fram við ráðhúsið í Bolungarvík í dag. Fermingarbræðurnir Ragnar Ingvarsson og Róbert Daníel Jónsson stóðu fyrir mótmælunum. Þeir tjáðu fjölmiðlafólki að þeir væru að mótmæla fangelsisdómi sem kveðinn hafi verið upp yfir bandaríska leikaranum Wesley Snipes í gær. Ragnar sagði Snipes hafa haft mikil áhrif á sig í gegnum tíðina en þeir hefðu eytt ófáum stundum saman þar sem vondu mennirnir hefðu fengið réttláta meðferð. Róbert Daníel tók undir þetta og sagði myndina "White men can´t jump" hafa hjálpað sér að taka þá ákvörðun að leggja körfuknattleiksskóna á hilluna á sínum tíma. Róbert vildi jafnframt koma því að framfæri við fjölmiðlafólk að það sé misskilningur að Hálfdán Daðason hafi einhvern tíma verið betri en hann í fótbolta.