föstudagur, febrúar 08, 2008

Skilnaður skekur Víkina

Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Sleikipinnavefurinn hefur heimildir fyrir því að slitnað hafi upp úr samstarfi hins ástsæla söngdúetts Ástu Bjarkar og Magnúsar Más. Lengi hefur verið talið að dúettinn væri einungis í pásu en nú þykir allt benda til þess að hann sé hættur. Fyrirhugaðir búferlaflutningar Magnús til Parísar með haustinu þykja renna stoðum undir þessar sögusagnir. Til stendur að hleypa af stokkunum undirskriftarlista á Netinu í því skyni að hvetja dúettinn til þess að taka upp þráðinn á ný. Þangað til hægt að senda Magnúsi póst á magnus@innovit.is ef einhverjir vilja reyna að telja honum hughvarf.

Dúettinn gerði allt vitlaust úti um landið og miðin í kringum 1990 en hefur ekki komið saman síðan. Einungis kom út ein plata með þeim Ástu og Magnúsi en helsti slagari plötunnar hét "Á einskinsmannseyju" sem þau fluttu meðal annars í sjónvarpsþættinum Á tali hjá Hemma Gunn. Lagið mun hafa skilað höfundi sínum gífurlegum tekjum í stefgjöld.