fimmtudagur, apríl 03, 2008

Biggi lögsækir Vegagerðina

Birgir Olgeirsson grunnskólakennari og lögspekingur hefur eitthvað verið að taka að sér að ryðja Óshlíðina í vetur. Nú virðist þó sem samstarf Birgis og Vegagerðarinnar sé í uppnámi því Birgir hefur kært fyrirtækið fyrir gáleysi. Forsaga málsins mun vera sú að Birgir hafi einn morguninn lagt af stað til Flateyrar þar sem hann er að setja saman hljómsveit með grunnskólakrökkum rétt eins og í myndinni School of rock. Fljótlega sótti svefn að Birgi við stýrið enda illa sofinn eftir ævintýri næturinnar. Í svefnrofanum keyrði Birgir niður skilti frá Vegagerðinni í námunda við vitann sem átti að þjóna þeim tilgangi að loka hlíðinni. Samkvæmt heimildum vefjarins mun Birgir nú hafa farið fram á að Vegagerðin setji upp viðvörunarskilti með fimmtíu metra millibili. Slík ráðstöfun henti mjög vel þegar menn séu að dotta við stýrið. Birgir neitaði að tjá sig um málið við Sleikipinnavefinn.