þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Stebbi gerir kröfu í dánarbú Fischers

Stefán Andrésson Arnalds, íþróttakennari/fjárfestir, hefur bæst í hóp þeirra sem gera kröfu í dánarbú skáksnillingsins Bobbys Fischers. Stefán staðfesti þetta í laufléttu spjalli við Sleikipinnavefinn: "Jú jú þetta er rétt. Nú þegar hlutabréfamarkaðurinn er erfiður þá verður maður að ná sér í tekjur eftir öðrum leiðum. Það er mikil fylgni á milli lögfræðimenntunar og skákáhuga, þannig að ég þekki marga lögfróða menn sem hafa ráðlagt mér í málinu." Krafa Stefáns gengur í stuttu máli út á að hann hafi sigrað Fischer í skák á Netinu þar sem þeir hafi teflt upp á peninga. Er Stefán þar með annar skákmaðurinn í heiminum sem gengur fram fyrir skjöldu og fullyrðir að hann hafi teflt hefðbunda skák við Fischer á Netinu, en hinn er Englendingurinn Nigel Short." Ég er handviss um að þetta var Fischer. Ég vann hann í tuttugu leikjum sem kom mér reyndar nokkuð á óvart en ég er bara greinilega svona góður. En svo borgaði hann aldrei," sagði Stefán ennfremur.