fimmtudagur, janúar 24, 2008

Gummi Bjöss í fæðingarorlofi

Framsóknarmaðurinn Guðmundur Björnsson er nýfarinn í fæðingarorlof. Síðan þá hefur það gerst að meirihlutinn sem hann studdi í borginni er fallinn, og samstarfsmaður hans Björn Ingi Hrafnsson er hættur í pólitík. Sleikpinnavefurinn bar þetta undir Gunnar Helga Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði: "Miðað við þetta þá hefur líklega enginn haft önnur eins tök á Framsóknarflokknum síðan Jónas á Hriflu var upp á sitt besta/versta. Án Guðmundar er þetta greinilega eins og höfuðlaus her."