þriðjudagur, janúar 08, 2008

Loðnan fundin

Það bar helst til tíðinda í síðustu viku að sonur Sjávarútvegsráðherra, Guðfinnur Ólafur Einarsson, fann loðnu. Guðfinnur er kunnur fyrir áhuga sinn á sjávarútvegi og landbúnaði en hann segist ekki hafa fundið loðnu áður: "Ég fann í bókasafninu hjá pabba bók um íslenskar fistktegundir. Ég var ekki búinn að fletta lengi þegar ég rakst á mynd af kunnuglegu kvikindi. Þá var þetta loðnan," sagði Guðfinnur í samtali við Sleikipinnavefinn og var ánægður með fundinn. Hann segir þó fjölmiðlaumfjöllun vegna málsins hafa verið að hluta til ranga, því hann hafi alls ekki verið staddur norðan við Melrakkasléttu þegar hann fletti bókinni. Einar Jónatans mun vera farinn að setja sig í stellingar.