Spilling á RÚV ?
Nokkur uggur er nú á meðal starfsmanna RÚV í tilefni af því að Gunnar Hallsson hefur tvívegis komist í drottningarviðtöl í fréttatíma sjónvarps með skömmu millibili. Hefur þetta verið rakið til starfsmanns fréttastofunnar, Guðmundar Gunnarssonar, en samkvæmt heimildum Sleikipinnavefjarins eru þeir náskyldir. Að sögn Elínar Hirst fréttastjóra er málið í rannsókn og liggja tveir starfsmenn RÚV undir grun um að brot á siðareglum Blaðamannafélagsins vegna þessa. Auk Guðmundar hafa spjótin beinst einnig að Bjarna Felixsyni, sem aðkomufólk í sundlaug Bolungarvíkur telur vera bróður Gunnars.
<< Home