þriðjudagur, desember 11, 2007

Dóri Daða kærir brúnkukremsframleiðanda

Halldór Daðason keppti á dögunum á Íslandsmótinu í fitness með ágætum árangri rétt eins og undanfarin ár. Nú er hins vegar komið babb í bátinn hjá Dóra sem nær litnum ekki af sér þrátt fyrir að mótið hafi farið fram fyrir tæpum mánuði. Sem kunnugt er koma keppendur í íþróttinni fram í alls kyns ónáttúrulegum húðlitum sem eiga að mást af í fyllingu tímans. Samkvæmt heimildum Sleikpinnavefjarins hefur Dóri nú farið í mál við brúnkukremsframleiðandann Costa del Sol en lögfræðistofan Logos sækir málið fyrir hönd Halldórs. Ekki náðist í Dóra við vinnslu fréttarinnar en hjá Logos fengust þau svör að málið væri á viðkvæmu stigi. Umboðsaðili fyrir kremið á Íslandi er Vörutorg.