Jón Steinar gengur á rjúpnastofninn
Jón Steinar frá Dröngum hefur löngum verið annálaður veiðimaður. Eftir að hann gekk í heilagt hjónaband hefur hann þó snúið sér alfarið að skotveiði, þar á meðal rjúpnaveiði. Mun kappinn eiga það til að halda einn í veiðitúra út í guðsgræna, og lætur þar hugann reika frá kanaspilamennsku og matarkexáti hversdagsins. Ekki er ósennilegt að Jón geri þar nokkrar mullersæfingar, ásamt því að elta upp einhverja málleysingjana og murka úr þeim lífið, eins og Þór Magnússon orðaði það. Hittni Jóns mun vera farinn að ganga nokkuð á rjúpnastofninn og hefur hann ekki komið tómhentur úr veiðitúrum á þessu ári. Eins og sönnum jafnaðarmanni sæmir hefur Jón ekki setið einn að kræsingunum, heldur hafa ýmis kvikindi í matarkistu hans fengið nægju sínu, og rúmlega það. Mál manna, í Árnes- og Hólshreppi, er að aldrei nokkurn tíma hafi sést jafn feitar og pattaralegar mýs, og þær sem Jón frá Dröngum hefur alið af höfðingasskap að undanförnu.
<< Home