miðvikudagur, maí 03, 2006

Vitleysingjar til vandræða















Hér sjást frambjóðendur. Fyrir miðju er Rúnar Arnarsson


Nýtt framboð hefur litið dagsins ljós í Bolungavík. Framboðið er einstakt að því leyti að það samanstendur af kommúnistum, krötum, framsóknarmönnum, og sjálfstæðismönnum.

Framboðið kýs að nefna sig Vitleysingjar til Vandræða, og hafa kosið sér listabókstafinn Ð.

Efst á listanum er kona kjötiðnaðarmannsins Kristjáns Arnarsonar, Anna Edvardsdóttir, en hún fór í fýlu vegna óhagstæðra úrslita í vinsældarkosningu sjálfstæðisflokksins og klauf sig því úr honum.

Athygli vekur að aðeins einn karlmaður skipar eitt af fimm efstu sætunum og er það hinn kunni strandamaður Jón Steinar Guðmundsson, í þriðja sæti.

Jón Steinar býr yfir mikilli mælskusnilld sem og stóískri yfirvegun. Taumhald hans á skapi sínu er margrómað sem og hæfileiki hans til að viðurkenna mistök sín. Einnig er Jón næmur fyrir aðhaldi í fjármálum, sem kemur sér vel við rekstur bæjarfélags, en Jón er talinn líklegur í embætti gjaldkera.

Athygliverð er þó sú staðreynd að Jón hafi sætt sig við þriðja sætið, enda keppnismaður mikill. Jón hefur aldrei áður verið í þriðja sæti í neinu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur, eða fætur.

Einnig verður áhugavert að fylgjast með samstarfi hans og Önnu en Anna hefur margsinnis reynt að koma Jóni til manns, með umdeilanlegum árangri, þegar hún var kennari á sínum tíma.

Á listanum er einnig Rúnar Arnarson, tengdabróðir Önnu E. Rúnar hefur árum saman barist fyrir megrunarlausum degi og uppskar loks erfiði sitt nú á dögunum, þegar samnefndur dagur var tekin upp. Talið er að Rúnar muni gegna starfi æskulýðs og íþróttarfulltrúa Bolungavíkur.