mánudagur, febrúar 21, 2005

101 lygasaga

VSP hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því, að hinn síkáti og síðhærði sölumaður dauðanns, Kristján Jónsson, hafi í hyggju að gefa út gamansögur í kiljuformi, landsmönnum til aflestrar og skeininga.

Titillinn átti upphaflega að verða "101 munnmælasaga af Vestfirskum Gleðipinnum", sem útleggst á íslensku: "101 lygasaga, ýkt af Heimi Salvari, Ásgeiri Þór, Dóra Magg, eða Kristjáni sjálfum". Sá titill þykir hinsvegar óþjáll og fulllangur, og er því "101 lygasaga" tilvalinn.

Ebenezardætur frá Ísafirði hafa hinsvegar miklar áhyggjur, enda gæti gamanið í bókinni verið að stórum hluta á þeirra kostnað. Hafa gárungarnir sagt að vegna þeirra tilstuðlan, gæti bókin auðveldlega heitið "71 munnmakasaga".

Kristján hefur aðgang að öflugu dreifineti, sem hann segir lykilinn að góðri sölu bókarinnar. Kristján sagðist hafa sambönd inn á Morgunblaðið, og gæti hann auðveldlega dreift bókinni með því, á heimili yfir 50.000 landsmanna.

Einnig mun Kristján selja bókina á heimasvæði sínu, sem og á vinnustað sínum, en þar hefur verið vitlaust að gera undanfarið, enda útsala í gangi. Landsmenn eru hvattir til þess að kíkja við í Víni Hússins, og fræðast um unaðssemdir heimabruggssinns. Einnig er hægt að hringja í Hlédísi og Gunnar, en þau hafa áralanga reynslu af slíku.