fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Trausti í helgarblaði DV

Rétt er að benda lesendum þessa vefrits á að í helgarblaði DV verður opnuviðtal við Trausta Salvar Kristjánsson uppfærara vefjarins undir fyrirsögninni: "Maðurinn með leggöngin og endaþarmsmökin". Eins og stundum vill verða þegar stórstjörnur gefa kost á viðtali, þá hefur bútur úr því lekið út á Netinu þó blaðið komi ekki út fyrr en á laugardaginn. Mikil einlægni kemur fram hjá Trausta í viðtalinu og er átakanlegt þegar hann lýsir þeim ofsóknum sem hann hefur orðið fyrir vegna skrifa hans á þessu vefriti. Segir hann greinar sínar: "Leggöng til Vestmannaeyja" og "Frumvarp um endaþarmsmök samþykkt á Alþingi" hafa vakið úlfúð í þjóðfélaginu. Hefur það gengið svo langt að Trausti hefur fengið fjölmargar hótanir frá háttsettum konum eins og Siv Friðleifsdóttur, Kolbrúnu Halldórsdóttur og Vigdísi Finnbogadóttur. Í viðtalinu segir Trausti meðal annars: "Þó ég hafi talið að Kolbrúnu hafi verið hópnauðgað þá ætti það svo sem ekki að særa neinn. Það kann svo sem vel að vera að siðferðiskennd mín hafi brenglast eitthvað vegna kvikmyndaáhuga okkar Fannars á unglingsárunum en mér finnst að viðbrögðin hafi farið út fyrir allan þjófabálk. Ég er nú einu sinni bara manneskja og ég mun verja mig með vopnabúri mínu ef á þarf að halda."