Trausti og Mike í jólaplatnaflóðinu
Fóstbræðurnir Trausti Salvar Kristjánsson og Michael O'Jones hafa loksins látið verða af því að gefa út plötu saman og er útgáfu hennar að vænta fyrir jól. Mike er þekktur fyrir snilli sína við píanóið og Trausti er þekktur fyrir Idolþáttöku sína, þar sem hann fékk meðal annars ummælin "Þessi maður getur ekki undir nokkrum kringumstæðum sungið". Trausti leggur upp með að afsanna þessa skoðun Bubba rækilega og munu ítalskar óperuaríur verða fyrirferðamiklar á plötunni. Eitt ungversk þjóðlag verður á plötunni, en ungverskur organisti á Siglufirði mun leggja þeim lið við undirleik á því lagi. Auk þess ætlar Trausti að skeyta inn nokkrum hugljúfum lögum með þeim Páli Óskari og Stefáni Hilmarssyni, þar sem Magnús Már og Ásta Björk vera að öllum líkindum í bakröddum.
Trausti er 26 ára gamll, ókvæntur og barnlaus. Mike er sextugur, barnlaus en á konu í hverri höfn.
Trausti er 26 ára gamll, ókvæntur og barnlaus. Mike er sextugur, barnlaus en á konu í hverri höfn.
<< Home