Birgir með hærri laun en Grímur
Samkvæmt frétt Bæjarins Besta eru laun Birgis Olgeirssonar, ferðmálafulltrúa í Bolungarvík, hærri en laun fráfarandi bæjarstjóra Gríms Atlasonar. Hefur þetta vakið nokkra athygli fjölmiðlamanna eins og gjarnan er með mál sem tengjast Grími. Umræddar upplýsingar hafi valdið hneykslan reyndra blaðamanna. Jakob Bjarnar fullyrðir í Fréttablaðinu, að þegar Grímur hafi sest að í Bolungarvík fyrir tveimur árum síðan, hafi þar engin hafnaraðstaða verið og gert hafi verið út á opnum bátum frá Ósvör. Íbúafjöldi hafi þá verið í kringum 100 manns og aldrei hefði heyrst talað um Þorrablót eða Markaðsdag áður en Grímur settist í bæjarstjórastólinn. Þessi Birgir haldi hins vegar að lífið snúist um rokk og ról. Pétur Gunnarsson bætir um betur á bloggsíðu sinni "Orðið á götunni" og heldur því fram að Grímur hafi einnig fundið upp internetið í hjáverkum en hafi aldrei tekið krónu fyrir. Á hinn bóginn kunni Birgir ekki einu sinni að fara á internetið og hafi auk þess týnt einni helstu skrautfjöður hljómsveitarinnar Nýrrar danskrar í hálfan sólarhring, eftir að þeir léku fyrir dansi á Markaðsdaginn.
<< Home