sunnudagur, nóvember 25, 2007

Halla mistekst að segja Björgólfi upp

Harald Pétursson, sölustjóri símafyrirtækisins Nova, hafði ekki erindi sem erfiði á dögunum, þegar hann huggðist segja Björgólfi Thor Björgólfssyni upp störfum hjá fyrirtækinu. Halli vildi ekki tjá sig um málið þegar Sleikipinnavefurinn leitaði eftir því, en hins vegar hefur vefurinn í höndunum minnisblað sem Halli mun hafa ritað. Þar segir orðrétt: "Hvað er maðurinn eiginlega að gera hjá þessu fyrirtæki? Hann er aldrei í vinnunni og sjaldnast á landinu. Við erum að opna eftir nokkra dag og maður vinnur allan sólahringinn en hann mætir aldrei. Þetta er farið að minna á þegar maður byggði upp Tal og Trausti mætti aldrei í vinnu af því hann var með frunsu!" Samkvæmt heimildum vefjarins var Halla tjáð að það heyrði ekki undir starfslýsingu sölustjóra að segja stjórnmarformanni og eiganda upp störfum.