Sérsveitin fagnar 25 ára afmæli
Eins og lýðnum mun vera ljóst fagnar sérsveit ríkislögreglustjóra nú aldarfjórðungsafmæli. Blásið verður til hátíðarhalda í Hvalfirði sunnudaginn 28. október þar sem almenningi gefst kostur á að kynnast þessum hetjum nánar sem sveitina skipa. Þyrluflugmaðurinn Jens Þór Sigurðsson mun ferja fólk frá höfuðstaðnum yfir í Hvalfjörðinn en Jens hefur vakið verðskuldaða athygli upp á síðkastið fyrir tilraunir sínar til þess að lenda á vatni. Þegar á svæðið verður komið býðst almenningi svo tækifæri á að reyna sig við okkar hraustustu menn. Hægt verður að fara í krók og sjómann við Gest Kolbein Pálmason og Ólafur Örvar Ólafsson mun taka gesti og gangandi í hryggspennu.
<< Home