föstudagur, október 19, 2007

Gummi Björns krefst kaupréttarsamnings

"Af hverju fæ ég ekki kaupréttarsamning?" spurði Guðmundur Björnsson öskuillur og örvhentur þegar Sleikipinnavefurinn náði tali af honum vegna Reymálsins. "Kosningastjóri Björns Inga á að fá kaupréttarsamning en ekki ég. Þó er öllum ljóst að ég gerði miklu meira í þessu prófkjöri Björns Inga heldur en kosningastjórinn." Spurður um hvort hann þyrfti ekki að hafa einhver tengsl við Orkuveituna til að fá kauprétt, sagðist Guðmundur ekki vilja svara neinu um það, en vísaði í skipulagsreglur Framsóknarflokksins.