þriðjudagur, október 16, 2007

Raggi sendir Amazon formlegt erindi

Ragnar Ingvarsson, kvikmyndaáhugamaður, hefur sent Amazon.com vefversluninni, formlegt erindi þar sem hann kvartar yfir skorti á vöruúrvali. Ekki hefur Sleikipinnavefnum tekist að komast yfir efni bréfsins, en samkvæmt heimildum þá getur Ragnar ekki á heilum sér tekið yfir því að karatemyndin "Best of the best" skuli ekki vera til sölu á Amazon, en upphaflega komst Ragnar í tæri við myndina á videóleigunni Tröð í kringum 1990. Í erindinu segir Ragnar að ágætt sé að Amazon selji þokkalegar myndir eins og "Godfather" og "Goodfellas" en það skjóti skökku við að bjóða ekki upp á listræn þrekvirki eins og "Best of the best". Það sé í raun móðgun við iðnaðinn og þá ekki síst listamanninn Erik Roberts.