miðvikudagur, september 21, 2005

Ríkharður skiptir um starfsvettvang

Ekki lengur blámaður!




Kristinn þykir óvenju ófríður





Hinn landskunni knattspyrnumaður, Ríkharður Daðason, sem var fyrirliði Fram í sumar, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, og taka fram gítarinn!

Ríkharður, sem skoraði aðeins 3 mörk í sumar, sagðist einfaldlega ekki geta neitt í fótbolta lengur, og viðræður væru hafnar við hljómsveitina Vínil, þar sem þeir Baugsbræður Júníussynir ráða för.

"Rikki hefur alveg lúkkið sem við viljum hafa á mönnum í okkar bandi, og það án þess að hafa verið í heróíni eins og við. Það sannar bara það að íþróttir eru ofmetnar í ljósi heilsusamlegs lífernis, ég meina, sjáðu bara okkur samanborið við Rikka,! " sagði forsöngvari sveitarinnar, Kristinn Júníusson í spjalli við blm VSP í dag.

Framarar hafa reyndar kært Vínil fyrir Mannréttindadómstól FIFA, þar sem Ríkharður er enn samningsbundinn Fram-liðinu, en reglur kveða skýrt á um að ekki megi annað lið, sem í þessu tilfelli er hljómsveit, bera víur í leikmenn án þess að tala við lið þeirra fyrst. Þó er talið að slíkt eigi ekki við í þessu tilfelli, þar sem Ríkharður hefur ákveðið að hætta alfarið knattspyrnuiðkun.


(Heimild:Baugstíðindi)