föstudagur, september 16, 2005

Fjarstýrði sjávarútvegssýningunni!

Trausti Salvar Kristjánsson athafnaskáld gerir það ekki endasleppt þessa dagana. Sem kunnugt er þá er Trausti dáðasti starfssmaður íþróttamiðstöðvarinnar Smárans í Kópavogi fyrr og síðar. Hann var því illa fjarri góðu gamni á dögunum þegar Smárinn hélt sjávarútvegssýninguna með glæsibrag, en sýningin er stærsta verkefni sem rekur á fjörur þessarar miðstöðvar. En eins og máltækið segir; Þegar neyðin er stærst er hjálpin nyrst. Kristján Jónatansson æðsti prestur í Smáranum er mjög ör maður og tók verkefnið að sér af mikilli festu. Þegar hann hafði vakað í 14 sólarhringa sleitulaust brann hann hins vegar yfir og kom það því í hlut Trausta að fjarstýra sýningunni að norðan. Trausti sagðist í samtali við Fiskifréttir að þetta hafi komið sér mjög á óvart: "Karlinn virðist ekki hafa sama vinnuþol og í gamla daga. Ég átti nú ekki von á því að hann gæfist upp eftir einungis tveggja vikna vökutörn." Friðrik Már Baldvinsson framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna sagði í samtali við tímaritið Ægi að Trausti hefði reddað sýningunni: "Þar sem Trausti hefur ætíð haft mikinn áhuga á sjávarútvegi og því sem viðkemur greininni, þá hefði ekki verið hægt að fá betri mann til verksins. Enda rúllaði hann þessu upp. Ég veit að þeir Samherjamenn hafa í framhaldinu boðið honum yfirverkstjórastöðu í Eyjafjarðahreppi og krefst Trausti nú þess að vera kallaður Lundi."