sunnudagur, september 11, 2005

Búinn að vera með nefrennsli í viku

Trausti Salvar Kristjánsson, háskólanemi, er búinn að vera með nefrennsli í viku. Trausti, sem jafnan er heilsuhraustur og með eðlilega líkamsstarfssemi, sagðist ekkert skilja í þessu, en það einfaldlega hætti bara ekki að leka úr nefinu á honum.

"Ég bara skil þetta ekki, mér fannst fyrst einsog ég væri að fá blóðnasir, en þá lak bara glær horinn út, án þess að ég gæti fengið rönd við reist. Svo er þetta pirrandi, því maður fær svona snýtusár fyrir neðan nefið, þar sem mesta klósettpappírsrúlluálagið er mest," sagði Trausti óneitanlega skelkaður við blm. VSP í gær.

Ekki er talið að um faraldur sé að ræða, en Pétur Pétursson landlæknir, sagði að aldrei væri varinn of góður, og hvatti fólk til þess að kaupa klósettpappír og Cleanex í massavís, ef hið versta skyldi gerast.

VSP hvetur fólk til þess a halda sig innandyra, og fylgjast með fréttum.