Hefur alltaf verið töff
Óyggjandi sannanir hafa fengist fyrir því sem vísindamenn og tískulöggur hafa lengi haldið fram, en það er að Trausti Salvar Kristjánsson, háskólanemi, hafi ávallt verið töff, ekki bara síðustu 7 árin.
Einsog sést á meðfylgjandi mynd, sem tekin var árið 1987, þá er Trausti Salvar, sem aðeins er 9 ára á myndinni, strax þegar orðinn frekar svalur, og rosalega töff.
Að sögn Þorbjargar móður Trausta, keypti Trausti öll sín föt sjálfur á þessum tíma, en sökum ættartengsla fékk hann vænan afslátt í vefnaðarvörudeild EG ættarveldisinns, þar sem móðir hans vann t.d.
Að sögn Ásgeirs Kolbeinssonar, B.A. í karlmennsku, er Trausti þegar farinn að sýna tilþrif í litavali á þessum aldri, sem aðeins hafði þekkst meðal fullorðinna.
"Trausti sýndi ungur að árum bæði djörfung og þor, enda hefur hann ávallt verið álitinn sérstakur drengur. Köflóttu fötin, sem eru alltaf klassísk, fara ótrúlega vel við grænbláu peysuna. Sólgleraugun undirstrika síðan hversu svalur Trausti var á þessum tíma," sagði Ásgeir með öfundartón í röddinni við blm. VSP.
Raddir eru einnig uppi um að myndin sé sönnun fyrir því að Trausti sé hommi, og hafi verið hommi frá árinu 1987 amk, en sérfræðingar benda á, að slíkt sé með öllu ómögulegt, ef tillit er tekið til klippingarinnar, sem er allt annað en hommaleg; miklu frekar tákn um karlmennsku Trausta, sem var gríðarleg.
Trausti vildi ekki tjá sig um málið, en sagði þó: "Það er toppurinn að vera í köflóttu!"
<< Home