fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Samþykkt að sekta fólk fyrir að hafa „buxurnar á hælunum“

Tekið af mbl.is

"Bandarískir stjórnmálamenn sem eru orðnir þreyttir á því að horfa á nærfatnað fólks sem ekki heldur uppi um sig buxunum, vilja nú að fólk verði sektað fyrir að aðhyllast slíkan fatastíl. Þingmenn í neðri deild ríkisþingsins í Virginíu hafa samþykkt að þar verði framvegis bannað að vera hafa buxurnar „á hælunum“ ef svo má segja, en þessi stíll í klæðaburði hefur meðal annars verið vinsæll hjá rappsöngvurum.
Þingmennirnir segja að stíllinn, sem nýtur vinsælda í Bandaríkjunum og víðar í hinum vestræna heimi sé óæskilegur. Þeir sem ekki eru sama sinnis hafa hvatt þingmennina til þess að rifja upp eigin „tískumistök,“ að því er BBC greinir frá. Hinir sömu halda því jafnframt fram að lögunum yrði aðallega beint gegn svörtu fólki. Bannið gegn því að vera „með buxurnar á hælunum“ var samþykkt með 60 atkvæðum gegn 34 á þinginu í Virginíu.
Leggi efri deild þingsins blessun sína yfir samþykkt neðri deildarinnar geta ungmenni í Virginíu átt von á að vera sektuð um sem svarar 50 dollurum, en það eru um 3.200 íslenskum krónum."

Spurning hvort lögin nái yfir svokallaða "plummera" eða iðnaðarmannarassgöt, en þau eru tíð meðal hvítra miðaldra karlmanna. Annars er gaman að sjá hversu góð áhrif öfgasinnuð hægristefna Bush hefur á stjórnkerfi Bandaríkjanna, og sérstaklega gaman að sjá hversu mikið hann hefur tekið sig á í eldheitum innanríkismálum.