sunnudagur, janúar 30, 2005

Ekki gott hjá Óla Gott.

Ólafur Gottskálkson, fyrrverandi markskálkur íslenska lýðveldissinns, var gleyptur af jörðinni sl. þriðjudag. Ekkert hefur spurst til hans síðan, og hefur 2. flokkur Fjölnis í Grafarvogi hafið leit að Ólafi, með litlum árangri. Ólafur sást síðast milli stanganna hjá Torguay United í Englandi, en hann fór í skógarferð á 67. mínútu, og varð ekki afturkvæmt. Talið er að hann hafi verið gleyptur af jörðinni einhverstaðar á milli vítateigsboganns og miðjuhringsinns, en samtök leikmanna í Englandi eru nú að skoða myndband af atvikinu, frá umræddum leik.

Ólafur var klæddur í svartar Berri stuttbuxur, og marglita Berri markmannstreyju, með nr. 1 á bakinu. Hann var í hnéháum svörtum sokkum, og Adidas Predator fótboltaskóm. Ólafur er hávaxinn og íþróttamannslega byggður, og er afar útitekinn. Þeir sem verða varir ferða hans eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við FIFA, í síma 555 5555.