Borðaði aðeins hálfa pizzu!
Sá fáheyrði atburður átti sér stað laust eftir hádegi í gær, að átvaglið án undirhökunnar, Trausti Salvar Kristjánsson, borðaði aðeins hálfa pizzu sem hann pantaði frá flatbökukeðjunni Dominos. Trausti, sem venjulega torgar heilli 15 tommu flatböku einn síns liðs, var furðulega yfirvegaður þegar blaðamann VSP bar að garði. "Ja, sjálfsagt hef ég ekki verið eins svangur og ég hélt, en þetta var lán í óláni, því ég gat borðað hinn helminginn í kvöldmat, sem er mjög góð nýting í sjálfu sér."
Saga flatbökumenningar á Íslandi er ekki mjög gömul, og muna elstu menn ekki eftir slíkri ólyst hjá Trausta. Þó kom upp svipað atvik árið 1991, þegar Trausti var staddur í Danmörku hjá móðursystur sinni, sem hafði pantað danska flatböku með smörrebröd, sveppum, og rauðkáli, en Trausti hafði takmarkaða lyst á henni. "Það var náttúrulega allt annað dæmi. Venjulega er ég mjög hlynntur því að smakka mat frá öðrum menningarheimi, og oftast nær er slíkur matur góður, en þarna var samsetningin mjög ósmekkleg og ólystug satt að segja. "
Trausti hefur beðið Dominos á Íslandi, foreldra sína og fjölskyldu opinberlegar afsökunar, og hefur lofað að slíkt muni ekki koma fyrir aftur.
Saga flatbökumenningar á Íslandi er ekki mjög gömul, og muna elstu menn ekki eftir slíkri ólyst hjá Trausta. Þó kom upp svipað atvik árið 1991, þegar Trausti var staddur í Danmörku hjá móðursystur sinni, sem hafði pantað danska flatböku með smörrebröd, sveppum, og rauðkáli, en Trausti hafði takmarkaða lyst á henni. "Það var náttúrulega allt annað dæmi. Venjulega er ég mjög hlynntur því að smakka mat frá öðrum menningarheimi, og oftast nær er slíkur matur góður, en þarna var samsetningin mjög ósmekkleg og ólystug satt að segja. "
Trausti hefur beðið Dominos á Íslandi, foreldra sína og fjölskyldu opinberlegar afsökunar, og hefur lofað að slíkt muni ekki koma fyrir aftur.
<< Home