laugardagur, janúar 15, 2005

Morientes tíbrotinn

Spanjólinn Fernando Morientes, sem nýlega gekk til liðs við hið fallvalta og fornfræga lið Liverpool, tíbrotnaði í gær, þegar hann var kynntur fyrir stuðningsmönnum liðsinns. Morientes hélt bolta á lofti, einsog tíðkast við slík tækifæri, en þegar hann var alveg að komast uppí 7, skrikaði honum fótur, og datt hann beint á bossann. Við fallið braut hann rófubeinið, og lærleggurinn brotnaði illa á tveimur stöðum. Þá brotnaði úlnliðurinn illa þegar landi hans og þjálfari Rafael Benitez rétti honum hjálparhönd til þess að standa upp, en kreisti lúku Morientes greinilega of fast, með fyrrnefndum afleiðingum.

Morientes var þó hvergi banginn, og sagðist samt spila leikinn á laugardaginn gegn Manchester United, enda væri hann alvanur slíkum meiðslum. Morientes hlaut nafnið "glermaðurinn" þegar upp komst um hina alvarlegu beinþynningu sem hann þjáist af, en Morientes er einnig með mjólkuróþol, og þar af leiðandi fá bein hans ekki nægilegt kalk til að styrkja sig.