sunnudagur, janúar 16, 2005

110 milljónir handa Kristjáni Jóhannssyni

110 milljónir króna söfnuðust í kvöld í átakinu Neyðarhjálp úr Norðri, sem haldin er til styrktar Kristjáni Jóhannssyni tenór. Kristján er einsog allir vita að norðan, en hefur ekki gengið sem skildi að selja nýjustu plötu sína, Spangól úr suðri. Þjóðin sýndi því samhug sinn í verki, með söfnuninni í kvöld. Villi naglasúpa hélt uppoð á ýmsum frægum munum tengdum Kristjáni, og fóru Rauðu brjóstin t.d. á 10 milljónir, en það var Geiri á Maxims sem keypti þau, og greiddi í reiðufé, beinhörðum peningum.