þriðjudagur, september 11, 2007

Raggi útilokaður frá Keiluhöllinni

Ragnari Ingvarssyni voru allar bjargir bannaðar þegar hann hugðist fara með syni sínum í Keilu á dögunum í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Ragnar fékk ekki afgreiðslu en eftir að hafa falast eftir svörum, kom í ljós að Ragnar er enn að taka út tuttugu ára straff í Keiluhöllinni, sem hann var settur í vegna atburðar sem átti sér stað snemma á tíunda áratuginum. Ragnar neitaði að tjá sig um málið þegar Sleikipinnavefurinn leitaði eftir því og sagði straffið á misskilningi byggt. Harald Pétursson var sjónvarvottur að atvikinu og lýsir hann atburðarrásinni þannig:

"Ég hef aldrei séð annað eins. Ég var að rúlla upp Ragga og Hagbarði í Keilu og þá fór Raggi að beita öllum brögðum til þess að vinna upp muninn. Í einu kastinu tók hann svo mikið tilhlaup að hann gat ekki stoppað sig og endaði út á miðri braut þar sem olían tók við og skúrraði honum eftir allri brautinni. Þetta var í eina skiptið sem hann fékk fellu og það var með líkamanum. Í næsta kasti á eftir þá sveiflaði hann kúlunni svo langt aftur fyrir sig að hún þeyttist á næsta borð. Allir nálægir voru í bráðri lífshættu á meðan á þessum tilburðum stóð. Ég hef aldrei sé annað eins og Hagbarður hætti í keilu eftir þetta. Þetta straff er fullkomlega skiljanlegt."