fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Trausti iðrast

Blaðamanninum Trausta Salvari Kristjánssyni tókst á dögunum að ná Feministafélaginu upp á afturlappirnar með kvikmyndagagnrýni í blaðinu Blaðið. Félagið hefur nú sett viðskiptabann á Trausta sem er fullur iðrunar: "Orðatiltækið með búllurnar í Hull og það sem þar gengur á er nú ekki komið frá mér. Þetta var til dæmis notað í Heilsubælinu. En ég er alveg tilbúinn til þess að koma til móts við sjónarmið Feministafélagsins og gæta tungu minnar í framtíðinni. Því enginn maður er Eyland, eða Eyja í þessu tilfelli. Ég er auk þess byrjaður að blaða í gegnum boðskap Carole Pateman og Anne Philips en eins og íþróttafréttamaðurinn sagði hér um árið: Lifandi mönnum er best að batna.," sagði Trausti í hjartnæmu viðtali við Sleikipinnavefinn sem nú er einni færslunni um Kolbrúnu Halldórsdóttur fátækari.