föstudagur, desember 01, 2006

Orri kom bolvíkingum upp






Orri er andlit Yonex 2006


Bolvíkingar komust í fyrsta skipti í efstu deild í innanhússknattspyrnu á dögunum þegar þeir unnu 2 af 3 leikjum sínum á Íslandsmótinu innanhúss.

Voru menn samróma um að helsta ástæðan fyrir hinu góða gengi hefði verið Orri Örn Árnason, en hann var fjarverandi og ekki valinn til leiks í mótinu.

“Það bara hentaði ekki að vera með örvfættan mann í liðinu, þar sem húsið snýr í suður. Einnig henta hans “hæfileikar” ekki innanhússknattspyrnu, þar sem mörkin eru mun minni en á grasvöllum, og minni líkur á að boltinn rati inn. Því má segja að fjarvera hans hafi komið okkur til góða að þessu sinni,” sagði Stefán Andrésson stuttur ....í spuna.

Ekki náðist í Orra í dag en hann var í útihlaupum á hnitæfingu á Akranesi.