Tungutak
Guðbrandur Eiríksson, forkólfur,aðili og gárungur, varð milli steins og sleggju á sjötta tímanum í gær. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Guðbrandur lendir í svipuðu óhappi:
“Nei, ég varð milli stafs og hurðar á skíðaferðalagi í hitteðfyrra og síðan varð ég milli skers og báru á Mallorca ´97. Þá óð ég úr öskunni í eldinn á áramótabrennu ´89 og hellti síðan olíu á eldinn ári síðar. “
Guðbrandur segist samt hvergi banginn með framhaldið:
“Nei nei, sá hlær best sem síðast hlær. En manni vefst ekkert tunga um tönn. Það er jú bágt að berja höfðinu í steininn, en sjálfs er höndin hollust,” sagði Guðbrandur kankvís á svip.
“Nei, ég varð milli stafs og hurðar á skíðaferðalagi í hitteðfyrra og síðan varð ég milli skers og báru á Mallorca ´97. Þá óð ég úr öskunni í eldinn á áramótabrennu ´89 og hellti síðan olíu á eldinn ári síðar. “
Guðbrandur segist samt hvergi banginn með framhaldið:
“Nei nei, sá hlær best sem síðast hlær. En manni vefst ekkert tunga um tönn. Það er jú bágt að berja höfðinu í steininn, en sjálfs er höndin hollust,” sagði Guðbrandur kankvís á svip.
<< Home