mánudagur, janúar 23, 2006

Henti bolta oft í körfu




Blámaðurinn Kobbi Brynjars setti nýtt met í gær,þegar hann henti boltanum mjög oft í körfu, í blökkumannaíþróttinni körfuknattleik. Aðeins einn annar blámaður hefur hent boltanum oftar í körfuna, Villi Klefaakrein, en hann henti boltanum 50 sinnum í körfuna, í sama leiknum, í gamla daga.

Kvörtun hefur hefur borist frá leikmannasamtökum körfuboltamannaí Bandaríkjunum, um að með áframhaldandi leikstíl Kobba, muni stöðugildi hinna fjögurra samherja hans verða óþörf. Slíkt leggst illa í leikmenn sem hitta sjaldnar i körfuna, en þeir eru oftast nær bleiknefjar.

Athygli vekur einnig, að lið Kobba, Hinir Löku frá Englaborg, hafa aðeins framlengt samning Kobba, en engra annarra liðsmanna. Slíkt gefur vísbendingu um, að stjórnendur liðsins ætli að byggja upp liðið á Kobba, og Kobba einum.

" Þegar einn maður er farinn að sinna sóknarskyldum allra hinna einnig, er vert að staldra við, líta um öxl, og sjá hvort ekki sé hægt að spara launaútgjöld, sem eru gríðarhá, með því að einfaldlega hafa þennan eina mann í liðinu," sagði Jerry West, aðalkallinn í brúnni.