miðvikudagur, janúar 18, 2006

Reynt að ráða þingmann af dögum




Gerð var aðför að lífi Steingríms J. Sigfússonar sl. mánudagskvöld, þegar óþekktur ökumaður neyddi bíl Steingríms útaf veginum. Steingrímur braut 13 rifbein, 4 viðbein, og 8 málbein.

Að sögn lögreglu mun fara fram rannsókn á málinu, en sjónarvottar að morðtilrauninni sögðust hafa séð mikið notaða Nissan Micru,af árgerðinni 1993, vísvitandi klessa utan í jeppa Steingríms, með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki náðist bílnúmer bifreiðarinnar, en litur hennar, einkennilega grænblár litur, er víst sá eini á landinu sem vitað er um. Talið er að um sjálfstæðismann sé að ræða. Að sögn lögreglu mun málið upplýsast fljótlega.