fimmtudagur, janúar 26, 2006

Varð fyrir aðsparki






Róbert við leik og störf


Steinun Valdadís Óskarsdóttir, Keisaraynja og borgarstýra í Reykjavík, og æðsti yfirmaður götusópsflota miðæjarins, varð fyrir aðsparki á Íslensku tónlistarverðlaununum sl. miðvikudagskvöld.


Atvikið bar að þegar Róbert Hjálmtýsson, söngvari hljómsveitarinnar ÉG dúndraði uppblásnum leðurknetti beint í andlit Steinunar, svo á sá, í miðjum flutningi á laginu Eiður Smári Guðjohnsen. Reyndi hann margoft að endurtaka leikinn, en án árangurs.

Þess ber að geta að leðurknettirnir voru einstaklega harðir og ósvífnir, enda af Nike gerð.

Steinun hefur hótað málsókn á HONUM. Hljómsveitin ÉG segist þó ekkert hafa með látbrögð HANS að gera, enda HANN frægur að endemum fyrir allskyns skrílslæti á sviði. Steinun hefur einnig stefnt Eiði Smára fyrir óbeina aðild að tilsparkinu.

Ekki náðist í Róbert vegna atsparksins.