föstudagur, febrúar 03, 2006

Geðmundur i deilum við RUV

Hinn nýráðni starfsmaður RÚV á Akureyri, Guðmundur Gunnarsson, hefur ekki sólundað tíma sínum í hinu nýja starfi heldur er strax farinn að deila við yfirboðara sína. Málið er þannig vaxið að vegna starfa Guðmundar sem fréttamaður hjá ríkismiðli þá er ætlast til þess að hann haldi skoðunum sínum út af fyrir sig og taki ekki þátt í umræðum á opinberum vettvangi, nema þá kannski á spjalli press.is. Þetta gæti orðið til þess að Guðmundur þurfi að láta af sinni eftirlætis iðju sem er að stunda rifrildi við 12 ára gamla stráka á spjallborðum manutd.is og liverpool.is. Guðmundur vildi ekki tjá sig um málið er fréttastofa VSP leitaði til hans nú undir kvöld, nema það að hann væri alveg sótillur út af þessu. Ríkisútvarpið hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem fram kemur meðal annars; að sjái fólk nafnið "Geðmundur öldungur" dúkka upp á spjallsíðum þar sem litlir strákar eru að rífast, þá er viðkomandi aðilum vinsamlegast bent á að hafa samband við önhvurt af eftirtöldu RÚVAK fólki: Sigrúnu Eskil Stefánsdóttur, Karl Eskil Pálsson eða Gest Einar Eskil Jónasson.