þriðjudagur, janúar 04, 2005

Kristján Jóhansson maður ársinns

Kristján Jóhansson hefur verið kosinn maður ársinns af samtökum Daufblindra og heyrnarskertra. Talsmaður samtakanna, Sigurpáll Jónsson, eða Sjón, sagðist á táknmáli hvorki skilja upp né niður í neinu yfirleitt, enda væri hann staurblindur, og heyrnarlaus. Blaðamaður VSP reyndi ítrekað að ná í Sjón í gær, en án árangurs. Kristján Jóhansson sagðist glaður og ánægður með tilnefninguna, en gaf lítið fyrir hegðun sína í fjölmiðlum að undanförnu. "Menn þurfa greinilega að vera blindir og heyrnarlausir til að rangtúlka viðbrögð mín svona eins og raun bar vitni. ! "

Þess má geta að diskurinn sem Kristján gaf út fyrir jól, er enn ekki uppseldur í neinu magni.