föstudagur, nóvember 07, 2008

Jón Ásgeir gerir tilboð í Víkara.is

Samkvæmt öruggum heimildum Sleikipinnavefjarins hefur athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson gert tilboð um að kaupa vefinn Víkari.is. Baldur Smári Einarsson, eigandi Víkara, staðfesti í samtali við Sleikipinnavefinn að honum hefði borist tilboðið og því hefði verið snarlega hafnað: "Það er allt útlit fyrir að Víkari.is verði eini einkarekni fjölmiðillinn á landinu sem Jón Ásgeir á ekki hlut í," sagði Baldur í samtali við Sleikipinnavefinn. Samkvæmt heimildum vefjarins mun Sparisjóður Bolungarvíkur hafa ætlað að lána Jóni fyrir kaupunum en Baldur er einmitt aðalbókari Sparisjóðsins: "Ég bara skil ekki hvað samstarfsfólki mínu gekk til með þessu," sagði Baldur hvekktur.