sunnudagur, nóvember 30, 2008

Benni Sig syndir til styrktar Stím

Bolvíski sundkappinn, Benedikt Sigurðsson, hefur ákveðið að synda yfir Ermasund, eins konar Ermasundssund. Benedikt mun safna áheitum og takist honum ætlunarverkið þá munu fjármunirnir renna óskiptir til fjárfestingafélagsins Stím, sem ekki mun hafa átt nægilega gott ár eftir því sem fregnir herma. Jakob Valgeir Flosason, stjórnarformaður, meðstjórnandi, ritari, gjaldkeri, talsmaður og einn eigenda félagsins, sagðist ekki vilja tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en óskaði eftir því að einkalíf hans og fjölskyldu njóti þeirrar friðhelgi sem almennt er talið eðlilegt. Gunnar Torfason, einn eigenda Stím, vildi ekki heldur tjá sig um málið en vildi koma því að framfæri að hann væri einhver allra liprasti knattspyrnumaður sem fram hefði komið á norðanverðum Vestfjörðum.

Rétt er að taka fram að til stóð að birta mynd með fréttinni en Sleikipinnavefurinn á bara ekki til mynd af Guðbjarti Flosasyni.