Misvísandi framburður Danna og Ragga
,,Þeir benda hvor á annan" sagði Jónmundur Kjartansson rannsóknarlögreglumaður í samtali við Sleikipinnavefinn í kjölfar þess að fastagestir skemmtistaðarins Pravda, Hálfdán Gíslason og Ragnar Ingvarsson, voru hnepptir í gæsluvarðhald. Yfirheyrslur yfir þeim félögum þykja ganga seint og illa en fjöldi vitna sá til þeirra á harðahlaupum frá skemmtistaðnum, um það leyti sem eldsins varð vart í miðbænum í gær. Munu hárin á höfði þeirra hafa sviðnað mjög í hitanum svo nú virðast þeir hálf sköllóttir sem þeir auðvitað eru ekki. Jónmundur var fús til þess að gauka að síðunni bútum úr skýrslutökum yfir þeim félögum. Þar kemur misvísandi framburðurinn glögglega í ljós.
Þetta er meðal annars haft eftir Ragga: ,,Hálfdán er nýbúinn að skipta um orkudrykk sem hann blandar út í vodkann. Hann notar nú drykkinn Burn í stað Magic, sem hafði þau áhrif að limaburður Hálfdáns á dansgólfinu jókst til mikilla muna. Hafði það þau áhrif að eldglæringar gneistuðu undan sléttbotna skóm hans sem svo mjög eru í tísku í bankakerfinu um þessar mundir. Eldglæringarnar virðast svo hafa læst sig í veggi hússins," er haft eftir Ragnari.
Danni virðist hafa aðra sögu að segja: ,,Þið vitið nú alveg hvernig Ragnar er. Muniði ekki eftir því þegar hann var hársbreidd frá því að kveikja í Breiðvangi? Það fuðraði upp heill Armani jakki sem hann fékk lánaðann hjá Ástmari. Svo ekki sé minnst á þegar hann og Harald horfðu á heilan handboltalandsleik í gegnum sjónvarpstæki sem var alelda! Maðurinn er á góðri leið með að verða síbrotamaður og brennuvargur," er haft eftir Hálfdáni sem jafnframt mun hafa kvartað yfir matnum á Skólavörðustíg 9.
Þetta er meðal annars haft eftir Ragga: ,,Hálfdán er nýbúinn að skipta um orkudrykk sem hann blandar út í vodkann. Hann notar nú drykkinn Burn í stað Magic, sem hafði þau áhrif að limaburður Hálfdáns á dansgólfinu jókst til mikilla muna. Hafði það þau áhrif að eldglæringar gneistuðu undan sléttbotna skóm hans sem svo mjög eru í tísku í bankakerfinu um þessar mundir. Eldglæringarnar virðast svo hafa læst sig í veggi hússins," er haft eftir Ragnari.
Danni virðist hafa aðra sögu að segja: ,,Þið vitið nú alveg hvernig Ragnar er. Muniði ekki eftir því þegar hann var hársbreidd frá því að kveikja í Breiðvangi? Það fuðraði upp heill Armani jakki sem hann fékk lánaðann hjá Ástmari. Svo ekki sé minnst á þegar hann og Harald horfðu á heilan handboltalandsleik í gegnum sjónvarpstæki sem var alelda! Maðurinn er á góðri leið með að verða síbrotamaður og brennuvargur," er haft eftir Hálfdáni sem jafnframt mun hafa kvartað yfir matnum á Skólavörðustíg 9.
<< Home