sunnudagur, október 30, 2005

Sofnaði í vinnunni

Viggó "Viðutan" Benjamínsson, þýðandi, sofnaði við vinnu sína í gærdag. Yfirmaður Viggós, Veturliði Guðnason, kom að honum sofandi við tölvuna sína, þar sem hann lá með andlitið á lyklaborðinu. Sagði Veturliði þetta ekki fyrsta skiptið sem slíkt gerðist, en Viggó ku vera afar sofinn starfskraftur.


"Ég var að þýða kvikmyndina Apocalypse Now Redux, eða Dómsdagur nú rauður uxi, þegar ég fann bara hversu úrvinda ég var. Ég gerði það bara eina mögulega í stöðunni, að sofna aðeins, því yfirleitt hefur þreytan áhrif á verk okkar hérna í þýðingardeildinni sko," sagði Viggó frekar viðutan við blm VSP í dag.


Viggó hefur þýtt fjölda kvikmynda. Þeirra á meðal eru Steini 1,2,3 og 4 (Rocky myndirnar), Kylfusveinninn (Batman), Á tæpasta vaði, (Leathal Weapon), Á hverfanda hveli (Gone with the wind), Hvíta húsið (Casablanca), Kviðristu Kobbi (Jack the Ripper), og Apakötturinn (King Kong).