föstudagur, október 21, 2005

Dræm aðsókn á Landsfund Vinstri hreyfingarinnar -græns framboðs














Frá landsfundi VG í kvöld

Engir gestir voru viðstaddir á landsfundi VG í kvöld, ekki einu sinni formaðurinn, Steingrímur J. Sigfússon. Steingrímur vildi ekki gefa kost á viðtali, en sagði ástæðuna fyrir slíkum forföllum einfalda: "...það eru bara allir að horfa á Idolið á þessum tíma. Ögmundur einfaldlega klikkaði, því enginn heilvita maður bókar sal á þessum tíma, þegar öll þjóðin sameinast fyrir framan sjónvarpið! "

Ögmundur Jónason kvaðst leiður yfir þessu óhappi, en sagðist ekki lítast á blikuna, þegar heil þjóð léti heilaþvo sig af "græðgisdrífandi kapítalistasvínum", og bætti því við, að VG væri samt þriðji stærsti flokkur landsins, þratt fyrir allt saman.