mánudagur, október 17, 2005

Kristján bætir við kúnnum

Athafnarmaðurinn og lífskúnstnerinn Kristján Jónsson hefur í samstarfi við Einar Bárðarson hinn alþjóðlega umboðsmann Íslands, sett saman hresst og skemmtilegt strákaband, sem kalla sig The Gert Jonnys. Bandið er samansett af Skandínavískum karlmönnum á aldrinum 30-40 ára, sem munu aðallega reyna að höfða til kvenna á aldrinum 65-80 ára. Mikið er gert úr sviðsframkomu og stílhreinum búningum, og allir meðlimir hafa reynslu af þjóðdönsum. Þeir Jens Svensson, Magnus Nilstrup, Skakki Pakkunen, og Tage Ammendrup eru bókaðir langt fram í tímann, og sagði Kristján Jónsson að Gylfi Ægisson myndi hita upp á næstu tónleikum, en þeir fara fram í bingósal elliheimilisins Hlífar á Ísafirði, miðvikudaginn 19. október, kl. 15:30.