miðvikudagur, október 05, 2005

Bættar samgöngur fyrir unglinga











Egill Gunn og Einar Kristinn á góðri stund


Björghildur hans Kobba

Bæjarstjórn Bolungarvíkur samþykkti á bæjarráðsfundi í dag, að gangast að tillögum Egils Gunnarssonar, spekúlants, um bættar samgöngur unglinga á rúntinum í Bolungarvík.


Í tillögunni kemur fram að neðanjarðargangnagerð frá Shell-skálanum að Röggu-sjoppu, með stoppi í Finnabæ, sé best fallin til að stuðla að öryggi unglinga, þó sérstaklega á veturna.

“Ja..a sko unga fólkið verður að get...að komist leiðar sinnar,eh eh eh er það ekki?,” sagði Egill Gunn í viðtali við blm VSP í gær.

Talið er að kostnaður við göngin séu 3 billjarðar, en miklar vonir eru bundnar við að Einar Kristinn, sjávarútvegsráðherra, útvegi féð frá ríkinu.

“Hugmyndir Egils eru framsæknar, djarfar, en mögulegar. Ég mun funda með ríkistjórninni um málið, en hugsanlega þarf að selja verðmætar eignir til þess að fjármagna verkið. T.d. kemur til greina að selja Ernirinn, Björghildi hans Kobba, eða skíðalyftuna, við verðum bara að bíða og sjá,” sagði Einar Kristinn nú undir kvöld.