föstudagur, júní 03, 2005

Orri fær fund með Indlandsforseta

Orri Örn Árnason, athafnamaður, smiður, fótboltamaður, húseigandi, drykkjumaður, fyrrverandi badmintonspilari, Sleikipinni, og Tottenham aðdáandi, hefur fengið fund með forseta Indlands, dr. APJ Abdul Kalam, en hann er staddur hér á landi í stuttri heimsókn.

Orri sagðist þurfa að bera nokkrar hugmyndir undir Indlandsforseta, og er ein þeirra talin vera fyrirhuguð vatnsveita frá Íslandi til Indlands í gegnum sæstreng, en Orri hefur mikinn áhuga á slíkum veitum.

" Allir vita að mikill vatnsskortur er í Indlandi, meðan við höfum nóg af vatni um allt land, þetta er aðeins mannúðarhugsjón hjá mér sem ræður för, en ekki von um skjótfengan gróða," sagði Orri við blm VSP í gær. Talið er að samningurinn sé um 14 billjarða virði.


Einnig sagðist Orri vilja leggja fyrir Indlandsforseta hugmyndir sínar um ensku knattspyrnuna, en þær hugmyndir hafa verið í þróun hjá Ellert B. Schram undanfarna mánuði, og eru loks orðnar útlistaðar að fullu. Þær byggjast að öllu leiti á því, að dómarar megi ekki fara í sturtu með leikmönnum Manchester United, nokkuð sem Orri hefur lengi haft áhyggjur af.

"Eftir leik Man. Utd og Tottenham, þar sem Mendez skoraði fullkomlega löglegt mark, sem ekki var dæmt, þá hljóta menn að samþykkja tillögur mínar, og Indlandsforseti hefur tekið jákvætt í að vera talsmaður minn", sagði Orri fullur vonar.

Einnig mun Orri kvarta undan starfsháttum BSÍ (Badmintonsambandi Íslands), bensínverði, og bökurum, en smiðir hafa löngum verið hengdir í stað þeirra.

Indlandforseti vildi ekki tjá sig um málið.